Klói kominn á kreik

Jæja þá er maður byrjaður að blogga aftur, vegna fjölda áskoranna.  Svo frétti ég líka að allt blogg væri varðveitt forever á landsbókasafninu, gott fyrir ættingjana, ég er reyndar steingeldur eins og þið vitið. Blush

Sumarið er komið, ég með nýja bjöllu. Hún er æðisleg, spilar kattadúettinn reglulega. Þetta er svona kisuspilastokkur. Max hefur það þokkalegt, enda nudda ég hann ótt og títt og fer með hann í göngutúra, hann sér ekki nokkurn hlut núorðið, ekki einu sinni Mjásu sætu, uppáhaldið okkar.  Frown

Ég hef þroskast mikið, er hættur að eltast við fuglana, læt mér nægja flugurnar. Bið að heilsa öllum kisum og sendi ástarkveðjur í Kattholtið.  Heart ....halló Sigga ertu þarna, þetta er ég Klói ...Cool


Óska eftir loforðum

Eins og alþjóð veit er ég að fara fram í borgarstjórann.....hlakka til. LoL  LoL  Hér með óska ég eftir loforðum frá kjósendum. Staðið verður við öll loforð...GetLost .... Ég verð að fara að hvíla mig núna en hlakka til að sjá loforðin frá ykkur......Sleeping .... bæ, bæ ..... sjáumst. InLove

Klói í framboð

Eins og bloggheimur veit þá hef ég ákveðið að bjóða mig fram til borgarstjóra. Mitt fyrsta verk verður að koma kælinum aftur í Austurstrætið og allir vinir mínir fá afslátt. Er þetta ekki fínt loforð. Blush

Áfram klói..............munið  X - klói.....  Einn fimmaur á dag kemur skapinu í lag. LoL LoL LoL


Ég vil vera borgarstjóri

Ég vil vera næsti borgarstjóri. Það verður hérna sko gott fyrir alla borgarbúa, allavega kisurnar. kattholt fær hálfan milljarð í styrk og allar kisur fá rjóma og rækjur daglega. Er ég ekki sætur. Miklu sætari en Óli og Villi allavega.........LoLLoLLoL  bara smá grín, er það ekki í lagi. GrinFrown

jól 034

Nú Max vinur minn verður aðstoðarborgarstjóri. Villi fær að vera hérna forseti borgarstjórnar hérna og Óli formaður borgarráðs. Þá verður Hanna Birna einkaritari minn.....LoLLoLGrin ...... einkaritari, glætan. GetLost Líst ykkur ekki bara vel á. Frown Plís segið já.


Sakna jólatrésins

Þá eru blessuð jólin búin. Þau fyrstu eftir að ég fullorðnaðist.  Ég gaf Max vini mínum gjafakort í Dýraríki, en fékk sjálfur gullfallega ól í jólagjöf, mjög falleg og krúttleg kisuól. Reyndar svolítið stelpuleg.....LoL LoL.

Ég sakna hins vegar jólatrésins. Það var yndislegt að liggja undir því, sérstaklega þegar pakkarnir voru.

undir trénu

Það var svo góð tilfinning að vera þarna innan um alla pakkana og ekki skemmdi ilmurinn af trénu fyrir. Það var reyndar gervitré......LoL  Er ég ekki flottur þarna með öllum pökkunum ? Joyful


Eins og kettlingar !

Það var alveg hrikalegt að horfa á strákana okkar áðan. Gátu ekki neitt, voru hundlélegir, eins og lömb leidd til slátrunar.....Við Max vorum búnir að koma okkur vel fyrir, með rækjur og rjóma. Ekki nema það, við misstum alveg listina að horfa á þessa kettlinga. LoL LoL ...góður, kettlinga. Frown

Svo þóttust þessir handboltaspekingar vita allt. Liðið væri rosa gott, nema markvarslan. Annað kom í ljós í þessum leik, markverðirnir voru þeir einu sem eitthvað gátu og vörðu eins og bavíanar. LoL

Er farinn til Max, best að biðja fyrir strákunum svo þeir komi fílefldir til leiks á laugardag.LoLLoL 

Kveðja frá Klóa......Max biður að heilsa. InLove


Okkar væntingar

Hæ öll, Klói hér.....Pínu langt síðan ég hef bloggað, lenti í smá ferðalagi með Max, segi ykkur frá því síðar Blush

Hvaða dagur er annars í dag. Er það Dagsdagur, eða Villadagur LoL  sorry smá fimmaur. Bara svo þið vitið þá er ég ópólitískur en styð alla sem standa með mér í málefnabaráttunni, við Max stöndum saman Gasp

Við viljum aukinn styrk til Siggu í Kattholti, og góðan endurskoðanda LoL LoL ...góður, endurskoðanda.  Þá viljum við Max að öllu svínaríi sé hætt. Að lokum krefjumst við þess að bannað sé að ganga með hundshaus í borginni, erum hundleiðir á því...LoL

P.s ..erum við hestaheilsu  Wizard


Vinur minn Max

Mig langar að segja ykkur frá vini mínum, honum Max. Hann er miklu eldri en ég, hann er tíu ára, en ég bara tíu mánaða. Vitið þið hvað,  Max er eiginlega alveg blindur. Kannski þess vegna sem hann er svona hrifin af mér LoLLoL.... góður. Max átti bróður sem dó fyrir tveimur árum Heart og eftir það lagðist hann í þunglyndi.

En öll él birtir upp um síðir, ( skáldlegur Happy ). Eftir að Max kynntist mér var hann laus úr viðjum þunglyndisins og tók mér eins og bróðir væri. Hann nuddar mig og hreinsar. Ég elska hann Max InLove. Þetta er ást Heart sem byggist á innilegri vináttu, enda báðir steingeldir LoLFrown


Innandyra í kvöld.

Hæ öll, kæru vinir. Góður dagur hjá mér. Fékk rækjur í tilefni menningardags, ummm, uppáhaldsmaturinn minn. Smile  Fór að heimsækja Max vin minn, en hann býður mér oft inn til sín og tekur mig í snyrtingu og smá nudd.  Annars ætla ég að vera inni í kvöld og hlusta á kattardúettinn og slappa af. Ef mér leiðist eitthvað þá eru það þessir flugeldar. Eigið góða kvöldstund, verið stillt og góð. Kissing

Vangaveltur kisu

Þegar ég var lítill, er mér sagt, skildi eigandi okkar systkinanna okkur eftir í pappakassa fyrir utan hús í Breiðholti. Ég er þarna lengst til hægri. Er ég ekki sætur Blush

c_documents_and_settings_annabraga_desktop_dimmur_dagur_i_kattholt600p_233322

 Sá  sem fann okkur í kassanum fór með okkur upp í kattholt til hennar Siggu. Takk fyrir það. Á sama tíma var hún Alda litla í Sólheimunum að leita sér að fallegri kisu. Hún fór með mömmu sinni og pabba upp í Kattholt. Um leið og ég sá þau vonaði ég að þau myndu velja mig. Draumurinn rættist. Alda og co tóku mig að sér og nú er ég orðin 10. mánaða og líður mjög vel Smile 

 


Næsta síða »

Höfundur

kloi
kloi
Hef mikinn áhuga á þjóðmálum og dýravernd.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband