14.8.2007 | 11:41
Vangaveltur kisu
Þegar ég var lítill, er mér sagt, skildi eigandi okkar systkinanna okkur eftir í pappakassa fyrir utan hús í Breiðholti. Ég er þarna lengst til hægri. Er ég ekki sætur
Sá sem fann okkur í kassanum fór með okkur upp í kattholt til hennar Siggu. Takk fyrir það. Á sama tíma var hún Alda litla í Sólheimunum að leita sér að fallegri kisu. Hún fór með mömmu sinni og pabba upp í Kattholt. Um leið og ég sá þau vonaði ég að þau myndu velja mig. Draumurinn rættist. Alda og co tóku mig að sér og nú er ég orðin 10. mánaða og líður mjög vel
Athugasemdir
Guð minn góður hvað þið eruð allir agalega sætir. Mann langar að eiga ykkur alla........
Sigga (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 11:51
Njóttu kattarlífsins!
Ingibjörg Friðriksdóttir, 14.8.2007 kl. 20:34
Hæ Klói,
Vissir þú að Gerrard er tábrotinn? Vonandi tekst okkur að vinna Chelsea um helginga.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.8.2007 kl. 18:58
Jæja Klói
Fram náði jafntefli í Krikanum, heldur þú að bloggvinurinn okkar góði sé ánægður með það. Ég sá leikinn í sjónvarpinu og mér fannst Fháingarninr sofna í seinni hálfleik, kannski voru þeir ekki búnir að fatta að Grani væri farinn úr liðinu.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.8.2007 kl. 22:02
Auðvitað er Klóalingurinn Poollllari, það eru allir sætir kettir
Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.8.2007 kl. 22:24
Er Gerrard kisukarl tábrotinn, ég er skíthræddur við Chelsea leikinn vona samt að við tökum hann. Það var frekar dauft í karlinum þegar hann kom af vellinum í gær. Hvernig heldurðu að honum liði ef hann væri KR - ingur. Ja ég myndi forða mér.
kloi, 17.8.2007 kl. 15:35
Það er heldur ekkert gott að gerast hjá Víkingum. Fháingarnir geta nú þokkalega unað vel við sitt. Þá á ekki að vera gráðugur Klói.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.8.2007 kl. 05:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.