30.8.2007 | 23:41
Vinur minn Max
Mig langar að segja ykkur frá vini mínum, honum Max. Hann er miklu eldri en ég, hann er tíu ára, en ég bara tíu mánaða. Vitið þið hvað, Max er eiginlega alveg blindur. Kannski þess vegna sem hann er svona hrifin af mér .... góður. Max átti bróður sem dó fyrir tveimur árum og eftir það lagðist hann í þunglyndi.
En öll él birtir upp um síðir, ( skáldlegur ). Eftir að Max kynntist mér var hann laus úr viðjum þunglyndisins og tók mér eins og bróðir væri. Hann nuddar mig og hreinsar. Ég elska hann Max . Þetta er ást sem byggist á innilegri vináttu, enda báðir steingeldir
Athugasemdir
Ég er Mikki strætóköttur. Aðrir kettir sem hafa allra náðarsamlegast, fengið að gista þetta mannaheimili, hafa týnt tölunni. Ég er nefnilega streetwise. Kann að passa mig á bílum og öfuguggum. Svo er ég búinn að þjálfa mannfólkið sem býr hér mjög vel. Þannig er gott dæmi um það að mér er alls ekki sama hvort ég fer út sunnan eða norðanmegin. Þó það sé opið út á pallinn sunnanmegin, þá krefst ég að fá að út hinu megin. Og auðvitað er ég búinn að þjálfa mannfólkið í þessu. Líka verð ég að fá allt brytjað í skálina mína eða vera mataður, það eru ekki allir kettir svona royal. Upphaldsmaturinn er karryhrísgrjón, núðlur og pizza, en mannafólkið vill helst bara gefa mér viðbjóðslegan þurrmat, örugglega búinn til á tilraunastofu. En ég læt þetta mér vel lynda, hefni mín á að slengja skottinu upp á sófaborð ef mannfólkið vogar sér að setja mat eða drykk á það, þannig að allt er vel mengað í kattahárum. Elska þegar fólkið byrjar að hnerra á fullu, kvartar yfir að það sé með kattaofnæmi. Verð aldrei gerður burtrækur af þessu heimili, búinn að þjálfa liðið of vel.
Fishandchips, 1.9.2007 kl. 02:32
Ég er búin að ná mér í ofnæmislyfin. Og Klói, þú veist að við getum bara verið ánægð. Hverjir eru efstir í ensku úrvalsdeildinni? Auðvitað okkar menn. LIVERPOOL!
Ingibjörg Friðriksdóttir, 4.9.2007 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.