12.6.2008 | 23:04
Klói kominn á kreik
Jæja þá er maður byrjaður að blogga aftur, vegna fjölda áskoranna. Svo frétti ég líka að allt blogg væri varðveitt forever á landsbókasafninu, gott fyrir ættingjana, ég er reyndar steingeldur eins og þið vitið.
Sumarið er komið, ég með nýja bjöllu. Hún er æðisleg, spilar kattadúettinn reglulega. Þetta er svona kisuspilastokkur. Max hefur það þokkalegt, enda nudda ég hann ótt og títt og fer með hann í göngutúra, hann sér ekki nokkurn hlut núorðið, ekki einu sinni Mjásu sætu, uppáhaldið okkar.
Ég hef þroskast mikið, er hættur að eltast við fuglana, læt mér nægja flugurnar. Bið að heilsa öllum kisum og sendi ástarkveðjur í Kattholtið. ....halló Sigga ertu þarna, þetta er ég Klói ...
Athugasemdir
Klói minn ætlarðu ekki að heimsækja Bjössa?
Annars til hamingju með daginn!
Edda Agnarsdóttir, 17.6.2008 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.